Bækur á íslensku
![]() |
Litum og leikum með Binnu og Jónsa Skemmtilegar þrauta- og litabækur þar sem Binna B Bjarna og Jónsi leika á alls oddi. Bækurnar Litum og leikum með Binnu og Litum og leikum með Jónsa eru komnar út.
|
|
Ég vil skoða... Harðspjalda flipabækur sem eru bæði skemmtilegar og fræðandi fyrir forvitna krakka 3 ára og eldri. Allir hafa gaman af því að lyfta flipunum og finna út hvað leynist undir þeim og læra í leiðinni. Fyrstu tvær bækurnar eru nú komnar út.
|
|
Sögur úr norræni goðafræði Hetjusögur af fræknum köppum og goðum hafa fylgt okkur í meira en þúsund ár. Hér kynnumst við þrumuguðinum Þór, bragðarefnum Loka, jötnum, dvergum, skrímslum og hrímþursum, auk bardaga Sigurðar við drekann Fáfni svo fátt eitt sé nefnt. Litrík og skemmtileg bók í þýðingu Bjarka Karlssonar.
|
![]() |
Ég er ... Bækurnar Ég er ekkert (svo) myrkfælinn, Ég er (næstum) alltaf góð manneskja og Mér leiðist (eiginlega) aldrei eru fallegar bækur í stóru broti fyrir unga sem aldna.
|