Skip to Content

Bækur á íslensku

 
  Hulda Vala dýravinur  

Smábækur

Frábærar bækur í nýjum bókaflokki sem nefnist Smábækur og eru fullkomnar í ferðlagið eða bara heima við eldhúsborðið.

Níu bækur eru nú komnar úr, Fyndin fés, Ferðaþrautir, Frumskógur, Teiknum dýr og Sjóræningjaþrautir. Einnig Jólalímmiðabók, Jólafingrafjör, Jólalitabók og Jólaþrautir.

 

 

 

 

  Hulda Vala dýravinur  

Litum og leikum með Binnu og Jónsa

Skemmtilegar þrauta- og litabækur þar sem Binna B Bjarna og Jónsi leika á alls oddi.

Bækurnar Litum og leikum með Binnu og Litum og leikum með Jónsa eru komnar út.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
  Hulda Vala dýravinur  

Kíkjum...

Fallegar einfaldar harðspjalda flipabækur sem eru bæði skemmtilegar og fræðandi fyrir forvitna krakka 2 ára og eldri.

Þrjár bækur eru komnar út. Kíkjum heim til dýranna, Kíkjum í dýragarðinn og Kíkjum á risaeðlur.

 

 

 

 

 
  Hulda Vala dýravinur  

Stjáni og stríðnispúkarnir

Fallegar bækur með stuttum texta á hverri síðu. Söguhetjurnar eru Stjáni og litlir skrítnir púkar sem búa í herberginu hans. Átta bækur eru komnar út.

Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri.

 

 

 

 

 

 

 
  Hulda Vala dýravinur  

Sígildar myndasögur

Innbundnar bækur í nýjum flokki sem nefnist Sígildar myndasögur. Sú fyrsta í röðinni er Drakúla byggð á sögu Bram Stoker en önnur bókin er Ævintýrið um Hróa Hött.

Bækurnar eru kærkomin viðbót fyrir unga lesendur sem hafa ekki öðlast úthald til að lesa frumtextann.

 

 

 

 

 

 
   

Samskipti á netinu


Internetið opnar okkur margar dyr, en þar sem og annars staðar getum við lent í vandræðum og hættulegum aðstæðum. Mikilvægt er að læra að umgangast samfélagsmiðla, þekkja neteinelti og haga sér vel á netinu. EInnig er mikilvægt að njóta alls þess góða og skemmtilega sem netið býður upp á.

Góð bók um samskipti á netinu sem allir foreldrar ættu að lesa með börnunum sínum.

 

 

 

 

 
         
   

Við lærum að lesa!


Fallegar bækur með stuttum texta á hverri síðu. Söguhetjurnar eru vinirnir Óskar og Salóme og sögusviðið er skólinn þeirra, skólafélagar og kennarar. Átta bækur eru nú komnar út.

Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri, góðu línubili og litmyndum á öllum síðum.

 

 

 

 

 
 
         
   

Hulda Vala dýravinur

Spennandi og skemmtilegar kiljur um Huldu Völu sem hefur eignast töfrahálsmen og getur talað við dýrin. Venjuleg stelpa sem lendir í ótrúlega skemmtilegum ævintýrum með hundinum Garpi og öllum hinum dýrunum á Eyjunni.  Átta bækur eru nú komnar út. 

Góðar lestrarbækur fyrir 7 ára + með stóru letri og góðu línubili.

 

 

 

 

 

 
 
         
   

Óliver Máni galdrastrákur

Spennandi og skemmtilegar kiljur um Óliver Mána Galdrastrák. Hann er einn af duglegustu nemendunum í galdraskólanum, lendir í ýmsum ævintýrum með nýjum og gömlum vinum. Hjá honum eru venjulegustu hlutir frekar óvenjulegir því mamma hans og pabbi eru galdranorn og galdrakarl. Tíu bækur eru nú komnar út.

Góðar lestrarbækur fyrir 7 ára + með stóru letri og góðu línubili.

 

 

 

 

 

 
         
   

Vera til vandræða

Skemmtilegar og fyndnar kiljur um hrakfallabálkinn Veróniku Jónsdóttur. Í hverri bók eru þrjár sjálfstæðar sögur. Vera segist alls ekki vera til vandræða en stundum reynast frábæru hugmyndirnar hennar ekki eins vel og hún átti von á. Hún er bara svo mikill segull fyrir vandræði! Fjórar bækur eru nú komnar út. 

Góðar lestrarbækur fyrir 8 ára + með fínu letri og góðu línubili.

 

 

 

 

 
 
         
   

Binna B Bjarna

Binna er snjöll og sjálfstæð stelpa sem veit hvað hún vill. Hún og besti vinur hennar, hann Jónsi, eru uppátækjasami krakkar. Tuttugu og þrjár bækur eru nú komnar út.

Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

 

 

 

 

 

 

 

 
         
   

Heyrðu, Jónsi!

Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp besta vinar síns, hennar Binnu B.  Tuttugu og tvær bækur eru nú komnar út. 

Góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

 

 

 

 

 

 

 
 
         
  Viltu vita meira um... bókaflokkurinn  

Viltu vita meira?

Harðspjalda flipabækur sem eru bæði skemmtilegar og fræðandi fyrir forvitna krakka 5 ára og eldri. Allir hafa gaman af því að lyfta flipunum og finna út hvað leynist undir þeim - og læra í leiðinni.

Hver er stærsti vöðvinn? Hvernig verður pissið til? Af hverju skína stjörnurnar? Hvað er svarthol? Hvað er viðnámskraftur? Hvað er segulmagn? Hvernig vaxa plönturnar?

Sex bækur eru nú komnar út.

 

 
         
 

Hulda Vala dýravinur

 

 

Ég vil skoða...

Harðspjalda flipabækur sem eru bæði skemmtilegar og fræðandi fyrir forvitna krakka 3 ára og eldri.

Allir hafa gaman af því að lyfta flipunum og finna út hvað leynist undir þeim og læra í leiðinni.

Fyrstu tvær bækurnar eru nú komnar út.

 

 

 

 

 

 
 
 

Hulda Vala dýravinur

 

 

Sögur úr norræni goðafræði

Hetjusögur af fræknum köppum og goðum hafa fylgt okkur í meira en þúsund ár. Hér kynnumst við þrumuguðinum Þór, bragðarefnum Loka, jötnum, dvergum, skrímslum og hrímþursum, auk bardaga Sigurðar við drekann Fáfni svo fátt eitt sé nefnt.

Litrík og skemmtileg bók í þýðingu Bjarka Karlssonar.

 

 

 

 

 

 

 
 
  Hulda Vala dýravinur  

Skrifum og þurrkum út

Skemmtilegar verkefnabækur fyrir börn sem eru að byrja að læra að telja, læra á klukku og leysa þrautir - um leið og þau þjálfast í að halda á penna.

Skrifum stafina, Skrifum litlu stafina, Skrifum tölurnar, Hvað er klukkan?, Dundað í sveitinni, Dundað í fríinu, Dundað á jólunum, Dundað í sjónum, Dundað á ferðalagi, Dundað með dýrunum, Dundað með einhyrningum og Dundað með dýrum um víða veröld. Einnig Klár í skólann - Bækur fyrir byrjendur.

 

 

 

 

 
  Hulda Vala dýravinur  

Fróði Sóði

Viltu kynnast Fróða sóða? Hann hefur óteljandi ósiði! Hann er að springa úr geggjað ógeðslegum hugmyndum. Ef þú ert að leita að vandræðum þá þarftu ekki að leita lengra - Fróði er mættur!

Góðar lestrarbækur fyrir 8 ára + með fínu letri og góðu línubili. Fjórar bækur eru núna komnar út.

 

 

 

 

 

 

 

 
  Hulda Vala dýravinur  

Ég er ...

Bækurnar Ég er ekkert (svo) myrkfælinn, Ég er (næstum) alltaf góð manneskja og Mér leiðist (eiginlega) aldrei eru fallegar bækur í stóru broti fyrir unga sem aldna.

 

 

 

 

 

 

 
  Hulda Vala dýravinur  

Ég elska ketti

Bók númer eitt í nýjum flokki af flipabókum.

Veistu hvað kisan þín er að segja með rófunni? Hvað mega kettlingar borða? Er til hárlaus köttur?

Undir flipunum má finna alls konar áhugaverða fróðleiksmola og upplýsingar um fjölda kattartegunda, umönnun katta og hegðun þessara heimilisvina okkar um þúsundir ára.