Bækur á ensku
Nýjar sögubækur á ensku fyrir yngstu nemendurna. Í flokknum eru lestrarbækur í fjórum þyngdarstigum til stuðnings við enskunámið. Litur á kili segir til um þyngdarstigið. Aftast í hverri bók eru verkefni og orðalisti en einnig er hægt að skanna QR kóða með snjalltæki og velja að hlusta á upplestur með breskum eða amerískum framburði.
|
Young Reading (Series 2, 3, 4) Bækurnar í Series 2 eru svipaðar að þyngd og 5. stigið í Usborne English og litur á kili segir til um þyngdarstigið. Mörgum fylgir CD hljóðdiskur. Series 3 og 4, fjólublár og grænn kjölur, er fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á ensku en vilja efla lestrarúthald. Með flestum bókunum er gefinn upp listi með tenglum (Quicklinks) fyrir meira efni á netinu. Smelllið á tengilinn undir kápumynd viðkomandi bókar til þess að fá þennan lista upp. |
Hér er um að ræða bókaflokk með góðu lestrarefni sem hentar unglingum. Með nokkrum kiljunum er gefinn upp listi með tenglum (Quicklinks) fyrir þá sem vilja sækja sér meira efni á netinu og einungis þarf að smella á tengilinn undir kápumyndinni til þess að fá listann upp. Vinsamlegast athugið að bókaflokkarnir True Stories og Classics Retold eru nú Young Reading 4. Sjá hér. |
Málfræði, stafsetning og greinarmerkjasetning Skemmtileg og sjónræn framsetning málfræðinnar í þessum bókum - aðgengilegt bæði fyrir eldri og yngri nemendur. Góð verkefni og æfingar en einnig listar með tenglum (Quicklinks) fyrir þá sem vilja sækja sér tengt efni eða fleiri og fjölbreyttari æfingar á netinu. Smellið á tengilinn undir kápumyndinni til þess að fá aðgang að þessu efni. |