Sögur úr norrænni goðafræði
Hetjusögur af fræknum köppum og goðum hafa
fylgt íslensku þjóðinni í meira en þúsund ár og hvatt okkur til
dáða.
Í þessari eigulegu bók má lesa
bráðskemmtilegar endursagnir á nokkrum af helstu goðsögum norænna manna
eins og við þekkjum þær úr eddukvæðum og Snorra-Eddu.
Hér kynnumst við þrumuguðinum
Þór, bragðarefnum Loka, jötnum, dvergum, skrímslum og
hrímþursum auk sögunnar af bardaga Sigurðar við drekann Fáfni svo
að fátt eitt sé nefnt.
Bókin er skreytt litríkum myndum sem kveikja í
ímyndunaraflinu en textinn er í senn vandaður og auðlesinn í
þýðingu verðlaunaskáldsins Bjarka Karlssonar.
Þessi bók er gefin út í samstarfi við
Peter Streich sem er mikill áhugamaður um íslensku og norræna
goðafræði.