ath. verð er án VSK
Binna spæjari er nýr bókaflokkur um Binnu fyrir lesendur sem eru lengra komnir.
Binna og vinir hennar hafa stofnað leynifélag. Það er bara eitt vandamál –
hvaða ráðgátur eiga þau eiginlega að leysa?
Í þessari bók er Binnu boðið í brúðkaup. Hún er búin að finna fullkomið dress og bíður spennt eftir deginum. Hvað gerist þegar brúðkaupið er ekki eins og hún var búin að ímynda sér?