
ÞYNGDARSTIG 4 - Rauður kjölur
- Bókin er ætluð þeim lesendum sem lesa ensku af nokkru öryggi.
-
Max er að læra galdrakúnstir og getur ekki beðið eftir því að reyna töfrabrögðin upp á eigin spýtur. Einn daginn þegar enginn annar en hann er heima í kastalanum grípur hann tækifærið. Max tekst nokkuð vel upp - alveg þar til að hann kemst að því að það er ekki hægt að láta galdrana ganga til baka. Hann er í miklum vanda ...
-
Þessi saga er 887 orð að lengd og 430L samkvæmt Lexile þyngdarstuðlinum.
-
Bókinni fylgir CD hljóðdiskur eða hljóðfæll þar sem textinn er lesinn bæði með breskum og amerískum framburði og fletting gefin til kynna.
-
Auðvelt er að nálgast og hlaða niður verkefnum með svörum auk kennsluleiðbeininga á þessari slóð.