
ÞYNGDARSTIG 5 - Blár kjölur
- Þrettándakvöld eftir William Shakespeare er sígildur gamanleikur sem er hér endursagður fyrir lesendur sem eru að ná góðum tökum á tungumálinu. Þegar Viola verður skipreka á ströndum Illyríu þarf hún að dulbúast sem strákur en þegar hún gerist þjónn Orsino hertoga fer málið að vandast.
- Þessi bókaflokkur hefur verið þróaður í samstarfi við sérfræðinga í lestri við Roehampton háskóla í Bretlandi og bókinni fylgir CD hljóðdiskur eða hljóðfæll með lestri sögunnar bæði með breskum og amerískum framburði.
- Sagan er 2764 orð að lengd og 530L samkvæmt Lexile þyngdarstuðlinum.